Júní 1962, Elsa Guðmundsdóttir með kjól. Í myndatökunni eru einnig myndir af henni við hjólbaraðviðgerðir. Elsa og eiginmaður hennar Steindór Steindórsson ráku hjólbarðaverstæði í sama húsi og heimili þeirra.
Febrúar 1973, Menntaskólinn í Reykjavík, málfundafélagið Framtíðin setur upp leikritið Útilegumennirnir eftir Matthías Jochumsson á 90 ára afmæli félagsins. Ágústa Stefánsdóttir sem lék Láru dóttir Sigurðar lögréttumanns í Dal.
September 2017, Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Starfsmenn vinna að uppsetningu á ljósmyndasýningu Jack Latham, Mál 214, er fjallaði um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Frá vinstri: Kristín Hauksdóttir og Helga Maureen Gylfadóttir. Þær eru að stilla upp brjósmynd sem kom við sögu í málinu, kölluð Leirfinnur.
10. júní 1980, Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri og forsetaframbjóðandi á kosningaferðalagi um Snæfellsnes. Vigdís hoppar í parís fyrir utan heimili vinkonu sinnar í Ólafsvík, Lindarholt 1.
Apríl 1982, Tollvörugeymslan í Reykjavík. Konur vinna við tölvur á skrifstofu. Myndataka merkt: „Tollvörugeymslan heimsótt - myndir af skrifstofufólki og innan úr geymslunni“.
17. janúar 1988, Davíð Oddsson heldur upp á 40 ára afmæli sitt í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti. Ástríður Thorarensen strýkur varalit af kinnum afmælisbarnsins. Forsíðumynd DV daginn eftir. Í sömu myndatöku eru myndir af móttöku gesta. Þar sjást m.a. Þorsteinn Pálsson, Albert Guðmundsson, Vigdís Finnbogadóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Ómar Ragnarsson, Geir Hallgrímsson, Össur Skarphéðinsson, Alfreð Þorsteinsson o.fl.
Ágúst 1988, Anna Marta Guðmundsdóttir (1929-2009) bóndi á Hesteyri gerir við grindverk á jörðinni sinni. Mjóifjörður á Austurlandi. Myndataka fyrir DV vegna opnuviðtals við Önnu Mörtu og birtist 6.8.1988 ásamt fjölmörgum myndum úr sömu myndatöku.