Nóvember 2007, Karmelklaustrið í Hafnarfirði. Handgerð jólaskreyting sem á að endurspegla fæðingu Jesús í Betlehem. Myndin er merkt: jólaundirbúningur hafinn, kapella, verslun.
Nætur sem daga. Afmælisrit Ljósmyndasafns Reykjavíkur 2021
2. desember 1981, Haukur Morthens söngvari í upptökusal sem Saga film og Hugmynd ráku saman í Vatnagörðum 4. Sennilega upptaka í tengslum við plötuna Jólaboð sem kom út fyrir þessi jól.
20. desember 1992, verslun Guðsteins Eyjólfssonar, Laugavegur 34 í Reykjavík. Jólaös, mikil fjöldi fólks í versluninni fyrir jólin. Hlín Gylfadóttir við afgreiðslu.
26. nóvember 1958, verslun Silla og Valda. Sigurjón Þóroddsson verslunarstjóri opnar eplakassa, Sigurður Söebech fær að smakka á eplunum. Jólaeplin komin til landsins.
Desember 1960. jólahald að Álftamýri 30 í Reykjavík. Konur og börn, talið f.v.: Sigríður Antoníusdóttir (1935-2020), móðir barnanna, Sigrún Anna Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Sigrún Björnsdóttir (1908-1994) amma þeirra og Ólöf Jónsdóttir nýfædd.
Um 1958-1959, jólaboð á heimili í Reykjavík. Mýrargata 16. Fólk að skoða myndaalbúm. Talið f.v.: Helgi, Ásta, Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir og Sigríður Antoníusdóttir (1935-2020).
Um 1967, jólaboð að Álftamýri 30 í Reykjavík. Fjögur börn, systurnar Sigrún Anna Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólöf Jónsdóttir og Þóra Sigríður Jónsdóttir. Skreytt jólatré og jólagjafir.
21. desember 1952, fyrsta Oslóar tréð á Austurvelli. Vegna allsherjarverkfalls mátti ekki skipa upp vörum en verkfallinu var aflýst 20. desember. Daginn eftir var kveikt á fyrsta Oslóartrénu við hátíðlega athöfn. Hótel Borg. Pósthússtræti.
Um 20. desember 1952, fyrsta Oslóar jólatréð kemur til landsins. Vegna allsherjarverkfalls mátti ekki skipa upp vörum en verkfallinu var aflýst 20. desember. -
Um 20. desembe 1952, norska jólatréð á Austurvelli, fyrsta Oslóar tréið skreytt. Jólasería, englahár. Vegna allsherjarverkfalls mátti ekki skipa upp vörum en verkfallinu var aflýst 20. desember. Daginn eftir var kveikt á fyrsta Oslóartrénu við hátíðlega athöfn.
20. desember 1979, Sjónvarpið, upptökur á barnatímanum Stundin okkar fyrir jólin. Fyrir miðju er Bryndís Schram umsjónarmaður barnatímans. Með henni eru nokkrir jólasveinar, m.a. Helga Thorberg til hægri.