17. október 1973, Reykjavíkurhöfn, Faxagarður. Skuttogarinn Snorri Sturluson RE 219 kemur til Reykjavíkur í fyrsta skipti. Togarinn var smíðaður í San Sebastian á Spáni. Til hægri er skuttogarinn Bjarni Benediktsson RE 210, systurskip Snorra.
Janúar 1981, menn við vinnu í einni af verbúðunum við Grandagarð í Reykjavík. Bræðurnir Hjörtur Óskarsson og Steinþór Óskarsson að þrífa lestarborð af fiskibátnum Fossborg RE 31. Syrpa af myndum úr sömu myndatöku birtist í Vísi 22.1.1981.
Janúar 1981, menn við vinnu í einni af verbúðunum við Grandagarð í Reykjavík. Guðbjartur Einarsson (sem gerir út Aðalbjörg RE 5) og Friðrik Halldórsson. Syrpa af myndum úr sömu myndatöku birtist í Vísi 22.1.1981.
30. maí 1984, Lækjartorg í Reykjavík. Ríkisútvarpið, útvarpsmenn að gera síðasta þáttinn af „Á virkum degi“. Stefán Jökulsson og Kristín Jónsdóttir ræða við vegfaranda. Mynd úr sömu töku var forsíðumynd DV samdægurs.
30. maí 1984, Lækjartorg í Reykjavík. Ríkisútvarpið, útvarpsmenn að gera síðasta þáttinn af „Á virkum degi“. Talið f.v. Hreinn Valdimarsson tæknimaður, Kristín Jónsdóttir og Stefán Jökulsson. En þau voru stödd niður í bæ til að leggja spurningar fyrir vegfarandur. Mynd úr sömu töku var forsíðumynd DV samdægurs.
30. maí 1984, Ríkisútvarpið. Morgunþátturinn „Á virkum degi“. Kolbrún Halldórsdóttir (fyrir miðju) vinnur að síðustu útsendingu þáttarins í hljóðstofu RÚV. Myndir úr tökunni birtust í DV 30.5 og 2.6 1984.
30. maí 1984, Ríkisútvarpið. Morgunþátturinn „Á virkum degi“. Kolbrún Halldórsdóttir (fyrir miðju) vinnur að síðustu útsendingu þáttarins í hljóðstofu RÚV. Með henni eru umsjónarmenn nýs morgunþáttar, þau Hrafn Jökulsson og Hanna Sigurðardóttir. Myndir úr tökunni birtust í DV 30.5 og 2.6 1984.
Mars 1981, Sjónvarpið, RÚV. Úr myndatöku sem sýnir hluta af starfsemi Sjónvarpsins. Bogi Ágústsson fréttamaður sýnir blaðamanni ný tæki, myndsegulbandstæki. Myndataka merkt: „Hörður Frímannsson yfirmaður sýnir nýja tegund útsendingar - vídeótækni, þ.e. myndsegulbönd, vídeó“.
Mars 1981, Sjónvarpið, RÚV. Úr myndatöku sem sýnir hluta af starfsemi Sjónvarpsins.
Myndataka merkt: „Hörður Frímannsson yfirmaður sýnir nýja tegund útsendingar - vídeótækni, þ.e. myndsegulbönd, vídeó“.
Mars 1981, Sjónvarpið, RÚV. Úr myndatöku sem sýnir hluta af starfsemi Sjónvarpsins.
Myndataka merkt: „Hörður Frímannsson yfirmaður sýnir nýja tegund útsendingar - vídeótækni, þ.e. myndsegulbönd, vídeó“. Þessi mynd birtist í Vísi 27.3.1981, en þar segir: „Hörður með ýmsar gerðir af spólum. Efst er spóla eins og notuð er fyrir myndsegulbönd fyrir heimahús, þar fyrir neðan er þrír-fjórðu tommu spóla. Þá kemur tommuspóla og loks tveggja tommu spóla.“
Mars 1981, Sjónvarpið, RÚV. Úr myndatöku sem sýnir hluta af starfsemi Sjónvarpsins.
Myndataka merkt: „Hörður Frímannsson yfirmaður sýnir nýja tegund útsendingar - vídeótækni, þ.e. myndsegulbönd, vídeó“.
Mars 1981, Sjónvarpið, RÚV. Úr myndatöku sem sýnir hluta af starfseminni. Myndatökumenn sjónvarpsins, talið f.v.: Páll Reynisson, Ómar Magnússon og Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson. Þessi mynd birtist í Vísi 27.3.1981, en þar segir: „Þeir voru ekkert of ánægðir með myndnemana í sjónvarpinu.“ Myndataka merkt: „Hörður Frímannsson yfirmaður sýnir nýja tegund útsendingar - vídeótækni, þ.e. myndsegulbönd, vídeó“.
Mars 1981, Sjónvarpið, RÚV. Úr myndatöku sem sýnir hluta af starfseminni. Talið f.v.: Bogi Ágústsson fréttamaður og Hörður Frímannsson yfirverkfræðingur Sjónvarpsins. Myndataka merkt: „Hörður Frímannsson yfirmaður sýnir nýja tegund útsendingar - vídeótækni, þ.e. myndsegulbönd, vídeó“.
29. maí 1980, Borgarspítalinn í Fossvogi. Björgunarsveitarmenn koma með sjúkling á slysavarðstofu Borgarspítalans. Líklega hluti af hópslysaæfingu Almannavarna.
21. janúar 1983, Borgarspítalinn í Fossvogi, slysadeild. Mynd úr sömu myndatöku birtist á baksíðu DV daginn eftir, þar sem verið var að fjalla um annríki á slysadeild vegna óvenju margra hálkuslysa. Við myndina segir: „Sveinbjörn Matthíasson símvirki var einn af þeim óheppnu í hálkunni í gærmorgun. Hann datt og brotnaði um úlnlið. Á myndinni má sjá Hauk Árnason, lækni á slysadeild Borgarspítalans, gera að sárum Sveinbjörns.“
21. janúar 1983, Borgarspítalinn í Fossvogi, slysadeild. Mynd úr sömu myndatöku birtist á baksíðu DV daginn eftir, þar sem verið var að fjalla um annríki á slysadeild vegna óvenju margra hálkuslysa. Við myndina segir: „Sveinbjörn Matthíasson símvirki var einn af þeim óheppnu í hálkunni í gærmorgun. Hann datt og brotnaði um úlnlið. Á myndinni má sjá Hauk Árnason, lækni á slysadeild Borgarspítalans, gera að sárum Sveinbjörns.“
Október 1985, Skinngallerí Júlíusar Steinarssonar feldskera. Laugavegur 51 í Reykjavík. Konur við vinnu, Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Halldóra Ólafsdóttir. Í sömu myndatöku eru fleiri myndir, m.a. Júlíus Steinarsson sjálfur að sýna ljósmyndara framleiðsluvöruna, m.a. leðurjakka og leðurkápu.