31. janúar 1979, Víkurbraut í Sandgerði. Fyrir miðju er húsið Fell, Víkurbraut 3. Á neðri hæðinni er útibú Pósts og síma í Sandgerði. Myndataka fyrir Þjóðviljann vegna vopnaðs ráns sem framið var í útibúinu fyrr um morguninn. Í sömu myndatöku er fleiri myndir bæði teknar fyrir utan og inni í pósthúsinu.
Október1980, Póststofan í Reykjavík, Bögglapóststofan. Afgreiðslusalur, afgreiðsluborð, starfsmenn póstsins. T.v. er sennilega Kristján Hafliðason, deildarstjóri í bögglapóstinum.
17. júní 1944, Þingvellir, hátíðarhöld í tilefni að stofnun lýðveldis, Lýðveldið Ísland. Hópur fólks á hátíðarsvæðinu. Biðröð við tjald. Póstur og sími.
Líklega 29. september 1966, karlmaður í jakkafötum setndur við einhvers konar vélasamstæðu. Myndin er líklega tekin í nýrri sjálfvirkri símstöð á Selfossi daginn sem hún var opnuð. Í sömu töku eru fleiri myndir, m.a. sem sýna Ingólf Jónsson samgönguráðherra og fleira fólk.
Haust 1976, úr heimsókn í langlínustöð Landssíma Íslands.
25 myndir sem sýna starfsfólk Landssímans við vinnu, heyrnartól, stjórnborð, tækjasalur. Einnig nokkur portrett af starfsfólkinu.
2. september 1976, starfsmaður póstsins flokkar póst. Úr 16 mynda seríu sem sýnir starfsmenn hjá póstinum, gjaldheimtunni og skattstofunni við vinnu. Skrifstofa, gjaldkeri, afgreiðsla.
2. september 1976, starfsmaður póstsins flokkar póst. Úr 16 mynda seríu sem sýnir starfsmenn hjá póstinum, gjaldheimtunni og skattstofunni við vinnu. Skrifstofa, gjaldkeri, afgreiðsla.