Febrúar 1962, Ísleifur Konráðsson listmálari ræðir sennilega við blaðamann. Málverkasýning, Bogasalur í Þjóðminjasafni Íslands. Í sömu myndatöku eru einnig myndir af verkum. Sennilega Ingimundur Magnússon ljósmyndari í bakgrunni.
Janúar 1962, sennilega bólusetning. Ung börn á biðstofu. F.v. Gróa Pétursdóttir, Pjetur Nikulás Pjetursson að sýna hvar var bólusett. Loftur Ólafsson til hægri. Sennilega Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg.
1962, Höskuldur Eyjólfsson á hestbaki og með annan hest til reiðar. Hann situr Yngri-Goða og teymir Gust. Kosningadagur, bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Sjómannaskólinn í baksýn.
Apríl 1962, austur þýska rannsóknarskipið Eisenach. T.v. Schmidt verslunarfulltrúi Austur-Þjóðverja með aðstoðarmanni sínum
Myndin tekin í káetu skipstjóra. Tveir ungir skipsmenn af skipinu leituðu hælis á Íslandi.
Júní 1962, Elsa Guðmundsdóttir með kjól. Í myndatökunni eru einnig myndir af henni við hjólbaraðviðgerðir. Elsa og eiginmaður hennar Steindór Steindórsson ráku hjólbarðaverstæði í sama húsi og heimili þeirra.