30. júní 1993, kröfuganga samkynhneigðra leggur af stað frá Gula húsinu við Lindargötu. Hommar og lesbíur í mótmælagöngu. Mótmælendur með kröfuspjöld. Samtökin '78.
1994, Frelsisganga Homma og lesbía gengur upp Frakkastíg. Kröfuganga samkynhneigðra, mótmælaganga. Mótmælendur með kröfuspjöld. Samtökin '78. Tvær dragdrottningar á pallbíl í fararbroddi.
1994, Frelsisganga Homma og lesbía gengur upp Hverfisgötu. Kröfuganga samkynhneigðra, mótmælaganga. Lögregluþjónn á vélhjóli í fararbroddi. Mótmælendur með kröfuspjöld. Samtökin '78.
30. júní 1993, kröfuganga samkynhneigðra. Hommar og lesbíur í mótmælagöngu. Mótmælandi með kröfuspjald sem á stendur „Hvað veldur gangkynhneigð“. Samtökin '78.
30. júní 1993, kröfuganga samkynhneigðra. Hommar og lesbíur í mótmælagöngu. Hörður Torfason söngvari með kröfuspjald sem á stendur „Atvinnuöryggi fyrir lesbíur og homma“. Samtökin '78.
30. júní 1993, kröfuganga samkynhneigðra. Hommar og lesbíur í mótmælagöngu. Sandra Björk með kröfuspjald sem á stendur „Hvað veldur gangkynhneigð“. Samtökin '78.
Um 1923-1924, þrjú börn í vetrarklæðnaði við heimili sitt, Bergstaðastræti 39b í Reykjavík. Talið f.v. Hulda Guðrún Nielsen (1918-1989), María Kristín Nielsen (1919-1999) og Emilía Nielsen (1922-2003). Dætur ljósmyndara. Húsið í bakgrunni til hægri er Bergstaðastræti 36. Í fjarska er hús með þremur gluggum á suðurgafli, Þingholtsstræti 31.
Líklega 25. júní 1922, hópur fólks í bifreið sem er merkt Skemtiför verkalýðsfélaganna. Í aftursætinu eru móðir og eiginkona ljósmyndara, Guðrún Finnbogadóttir (1874-1923) og Kristín Jónína Guðmundsdóttir Nielsen (1896-1987). Mögulega skemmtiför sem verkalýðsfélögin í Reykjavík efndu til upp á Baldurshagaflatir við Rauðhóla 25. júní 1922.
1948-1951, Reykjavíkurhöfn, Grófarbryggja. Varðskip Landhelgisgæslu Íslands, María Júlía við bryggju. Á bryggjunni er hópur fólks og við hlið Maríu Júlíu sést gamla björgunarskipið Þorsteinn.