1953, Neðri-Flankastaðir norðan við Sandgerði. Hópur fólks situr utandyra við bæinn. Talið f.v.: Ingibjörg Guðfinna Magnúsdóttir (1903-1993), Ólafur Kristinn Jónsson (1897-1971) vörubílsstjóri frá Bakkabæ í Reykjavík, Theódóra Helgadóttir (1872-1954), Theódóra Ólafsdóttir, Paul Oskar Smith og Eggertína Magnúsdóttir Smith.
1953, Neðri-Flankastaðir norðan við Sandgerði. Hjónin Ingibjörg Guðfinna Magnúsdóttir (1903-1993) og Ólafur Kristinn Jónsson (1897-1971) vörubílsstjóri frá Bakkabæ í Reykjavík.
1977, gamli Eskihlíðarbæinn við Miklatorg, Eskihlíð 2-4 í Reykjavík. Fyrir utan eru tvær konur, sú sem stendur á tröppunum er Helga R. Óskarsdóttir fiðluleikari en hin mun vera Gerður Berndsen.
Um 1977-1980, Eskihlíð og Norðurmýri í Reykjavík, yfirlitsmynd tekin með aðdráttarlinsu. Til hægri er gamli Eskihlíðarbærinn við Miklatorg, Eskihlíð 2-4. Fjær er Gunnarsbraut, Bollagata, Snorrabraut, Barónsstígur o.fl.
1971, Ford Mustang bifreið með bílnúmerið R 11803 fyrir utan gamla Eskihlíðarbæinn við Miklatorg, Eskihlíð 2-4. Í bílnum er Baldvin Björnsson auglýsingateiknari
Um 1950-1955, Neðri-Flankastaðir norðan við Sandgerði. Hestur á túni við bæinn. Fjær eru hús í þorpinu, m.a. gamla skólahúsið við Sandgerðistjörn og Tjarnarkot.
Júlí 1957, Neðri-Flankastaðir norðan við Sandgerði. Ólafur K. Jónsson (t.h.) og Ingibjörn Þ. Jónsson bóndi á Efri-Flankastöðum takast í hendur. Til vinstri eru Theódóra Ólafsdóttir, Sigríður Antoníusdóttir og Sigrún Anna Jónsdóttir. Litla barnið til hægri er Ingibjörg Jónsdóttir.
Júlí 1957, Neðri-Flankastaðir norðan við Sandgerði. Börn í kassarólu, talið f.v.: Elín Kristín Gunnarsdóttir (1956-2014), Sigrún Anna Jónsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir.
Um 1966, Neðri-Flankastaðir norðan við Sandgerði. Fjögur börn við bifreið. Systurnar, talið f.v.: Sigrún Anna Jónsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Þóra Sigríður Jónsdóttir.
1. maí 1981, Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Útifundur við Lækjartorg. Barn með kröfuspjöld tengd hernaðarandstæðingum fyrir utan Stjórnarráð Íslands: „Herstöð er skotmark“ og „Atómstríð, góða nótt“ með höfuðletri Morgunblaðsins.