Um 1928-1935, fjaran við Rauðarárvík í Reykjavík, neðan við Sjávarborg. Menn að handlanga vatnsfötur og hella ofan á eitthvað, mögulega að slökkva eld með sjó. Ofan við þá er steinsteypt verksmiðjuhús, Skúlagata 42. Fjær til er býlið Rauðará og þyrping húsa við ofanverðan Laugaveg, m.a. Laugavegur 147 og Laugavegur 147a.
Um 1970-1975, Ingóflsstræti, mynd tekin frá baklóð við Ingólfsstræti, Hallveigarstíg og Skólavörðustíg. Fyrir miðri mynd er Ingólfsstræti 10 og t.v. er Ingólfsstræti 12.
Um 1970-1975, útsýni úr Hallgrímskirkjuturni yfir gamla Austubæ Reykjavíkur. M.a. Austurbæjarskóli, Sundhöll Reykjavíkur, Bergþórugata, Barnónsstígur, Njálsgata, Hverfisgata, Þverholt og fleira.
Líklega júlí 1930, þýska skemmtiferðaskipið Sierra Córdoba á ytri höfninni við Reykjavík. Til vinstri er Sambandshúsið, Sölvhólsgata 4. Langa timburhúsið ofan við miðju er birgðaskemma í eigu ríkisins, svokölluð Nýborg, Skúlagata 6. Þar var Landsverslunin til húsa og síðar Áfengisverslun ríkisins.
19. júní um 1925-1930, Arnarhóll í Reykjavík. Útiskemmtun, hátíð. Landsspítalasjóður Íslands með skemmtun til að afla fjár fyrir byggingu spítalans. Fánaborg og borði með áletrun þar sem segir: „19. júní. Styðjið Landspítalasjóð Íslands“.
Um 1940-1950, þrjár manneskjur stilla sér upp til myndatöku. Þau eru stödd við Laufásveg, efst í Einarsgarði. Í baksýn f.v. eru Laufásvegur 79, Bergstaðastræti 86, Bergstaðastræti 83 (sést illa), Fjölnisvegur 20 og Mímisvegur 2.