Oops! Something went wrong! It doesn't appear to have affected your data. Please notify your system administrator if the problem persists.Access denied
Your session was expired. Page will be reloaded.
Processing...
Your assets are ready. If the download does not start automatically, click Download.
Um 1908-1911, Fáskrúðsfjörður, ungt fólk klætt í þjóðbúninga. Lengst til hægri er kona á peysufötum, líklega Amanda Stangeland. Lengst til vinstri er kona á upphlut. Manneskjurnar þrjár fyrir miðju er klæddar í norska þjóðbúninga, talið frá vinstir: Ingeborg Eide, Hans Eide og Natalie Eide. Konan á upphlutnum lengst til vinstri á myndinni gæti verið samkvæmt heimildamanni, Margrét, kona sem giftist norskum manni, Stangeland, og flutti með honum til Noregs um 1935. Þær upplýsingar eru óstaðfestar.
1911, karlmaður í skinnkápu stendur á ís, sennilega á Fáskrúðsfirði. Í baksýn er skúta föst í ísnum. Í upplýsingum með myndinni segir að skútan heiti Le France og að ísinn hafi hrakið skútuna inn fjörðinn og að hún hafi setið lengi föst í ísnum. Skipverjarnir gengu þurrum fótum í land.
Um 1908-1911, útlendar fiskiskútur á Fáskrúðsfirði, fjær er sennilega frönsk skúta en sú sem er nær gæti verið frá Grimsby á Englandi, merkt G 386 eða G 366.