Oops! Something went wrong! It doesn't appear to have affected your data. Please notify your system administrator if the problem persists.Access denied
Your session was expired. Page will be reloaded.
Processing...
Your assets are ready. If the download does not start automatically, click Download.
24. júní 1933, útför frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Jarðaför Jóns Karels Kristbjörnssonar (1911-1933). Jón Karel var gasþjónn í Reykjavík og markmaður hjá knattspyrnufélaginu Val. Hann lést af slysförum í knattspyrnuleik á Melavelli. Í fjarska, til vinstri, sést hluti af fjölskyldu þess látna, talið f.v: Egill Ágúst Kristbjörnsson (f.1916), Sara D. W. Kristjánsdóttir (1895-1990) stjúpa Jóns Karels, Friðþjófur Jónsson (1905-1991) pípulagningmeistari, mágur Jóns Karels og Kristbjörn Einarsson (1881-1948) skipstjóri og síðar gasvirkjari við Gasstöðina í Reykjavík. Í forgrunni er líkbifreið frá líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar, RE14. Til hægri eru börn að leik.
8. maí 1917, séð vestur eftir Austurstræti frá Reykjavíkurapóteki. Í forgrunni sjást rústir brunans mikla frá árinu 1915. Lengst til vinstri er gamli kvennaskólinn við Thorvaldsensstræti, síðar Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Fyrir miðju er Ísafoldarhúsið Austurstræti 8, og til hægri er húsaröðin Austurstræti 1 til Austurstræti 7. Einnig sést Hótel Ísland, Austurstræti 2, Aðalstræti, Grjótaþorp og fjær eru hús í gamla Vesturbænum.
Um 1920-1925, Reykjavíkurhöfn, Miðbakki. Flutningaskipið Island að leggjast að bryggj. Hópur fólks tekur á móti skipinu. Til vinstri er togari, Maí RE 155.
September 1919, fyrsta flugvélin á Íslandi, Avro 504K tvíþekja með skráningarnúmerinu H 2545. Myndin er tekin í Vatnsmýri í Reykjavík. Verið er að snúa hreyflum flugvélarinnar í gang.
Um 1923 - 1925, fjölskylda, öldruð kona á peysufötum og karlmaður með tvö börn. Konan heitir Ásta (gæti verið Ásta Þeófílusdóttir (1837-1925) amma mannsins sem situr við hlið hennar, Sigurður Hjálmarsson (1892-1963) stýrimaður. Með þeim eru dætur Sigurðar, Stella Gunnur Sigurðardóttir (1920-1998) (kölluð Stella) og Þorbjörg Petra Sigurðardóttir (1918-1988).
1920, Kirkjutorg og Templarasund í Reykjavík. Hvíta hornhúsið er Templarasund 3 þar sem ljósmyndararnir Magnús Ólafsson og síðan sonur hans Ólafur Magnússon ráku ljósmyndastofu. Til vinstri er Kirkjuhvoll, Kirkjutorg 4 og fjær er Kirkjutorg 6 a og Kirkjutorg 6. Til hægri er Þórshamar, Templarasund 5.
1908, Tjörnin í Reykjavík. Fríkirkjuvegur og Þingholt. Í forgrunni er Skotvarðan svokallaða. Fjær er Barnaskóli Reykjavíkur, Fríkirkjuvegur 3 og Fríkirkjan. Einnig Laufásvegur og Þingholtsstræti. Næpan, Skálholtsstígur 7 sést vel.
1915, Reykjavíkurhöfn. Fyrir miðju er norska selveiðiskipið Aksla, síðar Kópur BA 138. Til hægri er togarinn Íslendingur RE 120. Lengst til vinstri sést í stefni togara, umdæmastafir hans virðast vera RE 131. Í bakgrunni sést Norðurgarður í byggingu.
11. mars 1925, Lækjartorg í Reykjavík. Líkneski sem Ríkarður Jónsson myndhöggvari og nokkrir ungir menn gerðu á torginu til að vekja athygli á samskotum, peningasöfnun, fyrir bágstadda aðstandendur þeirra sem fórust í Halaveðrinu 7. og 8. febrúar 1925.