Oops! Something went wrong! It doesn't appear to have affected your data. Please notify your system administrator if the problem persists.Access denied
Your session was expired. Page will be reloaded.
Processing...
Your assets are ready. If the download does not start automatically, click Download.
Um 1928-1940, hafnsögubáturinn Magni í Reykjavíkurhöfn. Mikið af fólki um borð, líklega skemmtiferð. Gamli Magni, gufuknúinn dráttarbátur keyptur til landsins 1928. Tryggvagata í bakgrunni.
Um 1928-1940, hafnsögubáturinn Magni í Reykjavíkurhöfn. Mikið af fólki um borð, líklega skemmtiferð. Gamli Magni, gufuknúinn dráttarbátur keyptur til landsins 1928.
Mars 1917, dönsk þrímöstruð skonnorta, Alliance frá Kaupmannahöfn strönduð í krikanum austan við Batterísgarð við Reykjavíkurhöfn, neðan við Skúlagötu. Seglskipið rak upp í fjöru aðfaranótt 11. mars eftir að hafa hrakist til Íslands vegna leka, skipið var á leið frá Álaborg til Vesturhafseyja með sementsfarm. Á skipssíðunni stendur: ALLIANCE DANMARK. Þann 15. mars náði björgunarskipið Geir að draga skútuna af strandstað eftir að kafarar höfðu náð að þétta göt sem komin voru á skipið. Skipið var síðan dregið upp í slipp þar sem gert var við skemmdirnar.
17. júlí 1938, flugvöllurinn á Sandskeiði, svifflug, svifflugdagur, karlmenn standa í röð, sjá texta við mjög svipaða mynd í bók Eggerts Nordals. Flugsaga Íslands, bls 88, þar sem mennirnir virðast standa í sömu röð; "Liðskönnun á Sandskeiði 1938, F.v. eru Björn Jónsson, ... Indriði Baldursson, Hafliði Magnússon, Ingólfur Bjargmundsson, Björn Pálsson, Ólafur Guðjónsson, Kolbeinn Grímsson, Sigurður Finnbogason, Sigurður Steindórsson, Bjarni Kristmundsson, Eðvald Sigurðsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Þorsteinn Þorbjörnsson, Arinbjörn Steindórsson og óþekktur flugmaður." Maðurinn til hægri í dökkum buxum og ljósri skyrtu er þýskur svifflugkennari, Gerhard Ludwig
Um 1920-1923, Rafmagnsveita Reykjavíkur. Unnið að rafvæðingu borgarinnar. Ónafngreindur karlmaður stendur við kapalrúllu. Skrásetjari veltir því fyrir sér hvort þetta geti verið erlendur sérfræðingur sem kom til landsins til að aðstoða við uppsetningu dreifikerfisins.
Um 1920-1923, Rafmagnsveita Reykjavíkur. Unnið að rafvæðingu borgarinnar. Ónafngreindur karlmaður við vinnu. Skrásetjari veltir því fyrir sér hvort þetta geti verið erlendur sérfræðingur sem kom til landsins til að aðstoða við uppsetningu dreifikerfisins.
4. júní 1944, Sjómannadagurinn í Reykjavík. Rauðarárholt, Háteigsvegur. Hópur fólks við Vatnstankana á Rauðarárholti. Þennan dag var hornsteinn lagður að Sjómannaskólanum í Reykjavík.
1930-1939, tveir menn í einkennisklæðnaði standa á trébryggju í Reykjavíkurhöfn. Sennilega flugleiðangur erlendra flugmanna til Íslands, einkennisbúningur, einkennishúfa, leðurstígvél. Einhvers konar dósir eða fötur á bryggjunni
1940-1945, breskur hermaður og verkamaður klæddur í vinnugalla á vinnusvæði við Þormóðsstaði í Reykjavík. Bretavinna, vinna fyrir setulið Breta, tunnur í baksýn.
Um 1917, yfirlitsmynd af Reykjavík tekin úr Skólavörðunni á Skólavörðuholti til norðvesturs. Skólavörðustígur til hægri. Hús í byggingu, húsið lengst til vinstri er líklega Lokastígur 25.
1917-1925, úfin sjór og vont veður við Reykjavíkurhöfn, skip við bryggju, Ingólfsgarður (Batterísgarður), menn á bryggjunni. Í baksýn eru innsiglingaljósin við höfnina. Járnvirkið til hægri er hafnarkrani sem þarna var settur upp í lok árs 1916.
2. - 8. september 1932, Reykjavíkurhöfn, Austurbakki og Faxagarður, skip við bryggju. Lengst til hægri er leiðangursskipið, Gustav Holm, sem danski landkönnuðurin dr. Lauge Koch notaði í leiðangri við strendur Grænlands fyrr um sumarið. Aftan í skut skipsins er sjóflugvél, Heinkel HM II nr. 87. Framar er annað seglskip, sennilega franska rannsóknarskipið Pourque Pas?, leiðangursskip franska vísindamannsins dr. Jean Charcot. Kaupskipið Esja liggur við Faxagarð og fleiri skip og bátar. Kolakraninn t.h.
22. ágúst 1933, flugvél, flugbátur Lindbergh hjónanna siglir út úr mynni Reykjavíkurhafnar. Innsiglingarvitinn við hafnarmynnið sést vel. Ef grant er skoðað sést að þau veifa bæði höndunum í kveðjuskyni. Charles Lindbergh og Anne Morrow.
1920-1925, Reykjavíkurhöfn, hrossatóð á hafnarbakkanum. Hross bíða eftir að vera fluttur um borð í skip í Reykjavíkurhöfn. Gæti verið norska flutningaskipið Magnhild sem tók hross við Miðbakka 14. september 1920.
1930-1940, ljósmyndarinn, Karl Christian Nielsen stillir sér upp við brunaslöngur niður við Reykjavíkurhöfn, um mittið ber hann leðurtösku fyrir myndavél. Klæðnaður, hnébuxur, sixpensari.
1915-1930, tveir karlmenn, annar með kúluhatt en hin sixpensara, standa við veiðarfæraskúr eða verbúð. Þeir virðast vera að útbúa fiskilínu frekar en að vera að stokka upp eða beita. Önglarnir eru lagðir í svokallaðan stokk sem hangir á veggnum. Einnig má sjá handvagn og stafatunnu. Maðurinn til hægri gæti verið Kristján Sæmundsson fósturfaðir ljósmyndara.