1975–1985, Aðalstræti í Reykjavík. Elín Pálmadóttir blaðamaður og faðir hennar Pálmi Hannes Jónsson skrifstofustjóri ganga eftir snævi þöktum gangstíg.
Um 1980-1990, Gunnarsstaðir IV í Svalbarðshreppi. Fólk með barn í dyragætt íbúðarhúss. Talið vera hjónin Ragnar Sigfússon og Ásta Laufey Þórarinsdóttir.
9. maí 1988, stuðningsfólk bjórfrumvarpsins svokallaða fagna fyrir utan Alþingishúsið eftir að alþingi samþykkt frumvarpið. Fyrir miðju er Guttormur Einarsson eigandi Ámunnar hf. Forsíðumynd DV 10. maí 1988.
1981, Sauðanes á Langanesi. Flugvél á flugvelli, TF-JMB. Flugfélag Norðurlands. Fyrir framan flugvélina er Land Rover jeppi með skráningarnúmerinu Þ-2192
5. september 1984, eldgos við við Kröflu. Forsíðumynd DV sama dag, en þar segir: „Mesta gosið á Kröflusvæðinu: Þessi mynd var tekin af gosstöðvunum við Leirhnjúk um fimmleytið í Morgun. Hraunið velllur frá sprungunni í allar áttir og ferð víða yfir eins og sjá má á myndinni.“
Apríl 1981, fiskibáturinn Fexaperla GK 26. Sjóstangveiði í Faxaflóa. Hjónin Kristín Nikulásdóttir og Árni Tryggvason leikari með vænan þorsk. Erlingur Garðarsson útgerðarmaður og skipstjóri bauð valin kunnum hópi með sér í sjóstangveiði, blaðamaður og ljósmyndari Vísis fengu að fara með. Fjölmargar myndir úr róðrinum birtust í Vísir 24. apríl 1981 undir fyrirsögninni „Sjóstangveiði á sólardegi“.
Júní 1984, Stóra-Borg undir Eyjafjöllum. Fornleifauppgröftur, Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur og fjórir nemar að störfum í gamla bæjarstæðinu að Stóru-Borg.
9. desember 1989, kveikt á Óslóarjólatrénu. Jólasveinar skemmta á þaki Nýja kökuhússins, mikill mannfjöldi fylgist með. Í baksýn eru Dómkirkjan og Alþingishúsið.
Júní 1984, Stóra-Borg undir Eyjafjöllum. Fornleifauppgröftur, Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur og fjórir nemar að störfum í gamla bæjarstæðinu að Stóru-Borg.
Júní 1984, Stóra-Borg undir Eyjafjöllum. Fornleifauppgröftur, Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur og fjórir nemar að störfum í gamla bæjarstæðinu að Stóru-Borg.
Júní 1984, Stóra-Borg undir Eyjafjöllum. Fornleifauppgröftur. Þórður Tómasson safnvörður í Skógasafni sýnir blaðaljósmyndara DV forngrip sem fannst við uppgröftinn.
Júní 1984, Stóra-Borg undir Eyjafjöllum. Fornleifauppgröftur. Þórður Tómasson safnvörður í Skógasafni sýnir blaðaljósmyndara DV forngrip sem fannst við uppgröftinn. „Sverðhnappur hugsanlega frá því um 1200“. DV 4.7.1984.