1. júlí 1986, 100 ára afmæli Landsbanka Íslands. Við inngang bankans er borði í tilefni dagsins, á honum stendur: Við erum 100 ára í dag. Verið velkominn.
1. júlí 1986, 100 ára afmæli Landsbanka Íslands. Fjöldi gesta í afgreiðslusal bankans njóta veitinga. Skilti sem á stendur: Landsbanki Íslands. Banki allra landsmanna í 100 ár.
Janúar 1980, Myrkir Músíkdagar Tónskáldafélagsins. Stjórn Tónskáldafélags Íslands ásamt blaðafulltrúa Myrkra músíkdaga. F.v.: Þorkell Sigurbjörnsson, Hjálmar Ragnarsson (blaðafulltrúi), Atii Heimir Sveinsson og Skúli Halidórsson. Kynningarplakatið sem Þorkell og Atli sýna var gert af Sigrúnu Eldjárn.
Júní 1982, íslenska óperan Silkitromman frumflutt í Þjóðleikhúsinu, Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Arnason í leikstjórn Sveins Einarssonar og hljómsveitarstjórn Gilberts Levine. Leikmyndin var eftir Sigurjón Jóhannsson sem er til hægri á myndinni. Blaðamannafundur. Ýmsir aðstandendur leiksýningarnar. Listahátíð.