Janúar 1980, Myrkir Músíkdagar Tónskáldafélagsins. Stjórn Tónskáldafélags Íslands ásamt blaðafulltrúa Myrkra músíkdaga. F.v.: Þorkell Sigurbjörnsson, Hjálmar Ragnarsson (blaðafulltrúi), Atii Heimir Sveinsson og Skúli Halidórsson. Kynningarplakatið sem Þorkell og Atli sýna var gert af Sigrúnu Eldjárn.
Júní 1982, íslenska óperan Silkitromman frumflutt í Þjóðleikhúsinu, Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Arnason í leikstjórn Sveins Einarssonar og hljómsveitarstjórn Gilberts Levine. Leikmyndin var eftir Sigurjón Jóhannsson sem er til hægri á myndinni. Blaðamannafundur. Ýmsir aðstandendur leiksýningarnar. Listahátíð.
Október 1988, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Myndatakan er merkt: Konungsbók prentuð. Prentsmiðja, þrír karlmenn standa við borð með prentörkum og bera saman við skinnhandrit. T.h. Dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Árnastofnunar.