12. júní 1926, konungsheimsókn, Kristján X danakonungur og Alexandrine drottning í opinberri heimsókn á Íslandi. Bílalest á leið niður Hverfisgötu. Áttstrendi söluturninn á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu til vinstri.
17. júlí 1932, Skólavörðustígur og Skólavörðuholt í Reykjavík. Styttan af Leifi Eiríkssyni afhjúpuð við hátíðalega athöfn. Styttan var gjöf frá Bandarískum stjórnvöldum. Göfundur hennar er myndhöggvarinn Alexander Stirling Calder.
16. ágúst 1941, Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands, Hermann Jónasson forsætisráðherra Íslands, Sveinn Björnsson ríkisstjóri á svölum Alþingishússins í Reykjavík.
Um 1920-1923, Rafmagnsveita Reykjavíkur. Unnið að rafvæðingu borgarinnar. Ónafngreindur karlmaður stendur við kapalrúllu. Mögulega erlendur sérfræðingur sem kom til landsins til að aðstoða við uppsetningu dreifikerfisins.
Um 1920-1923, Rafmagnsveita Reykjavíkur. Unnið að rafvæðingu borgarinnar. Ónafngreindur karlmaður stendur við kapalrúllu. Mögulega erlendur sérfræðingur sem kom til landsins til að aðstoða við uppsetningu dreifikerfisins.
Um 1920-1923, Rafmagnsveita Reykjavíkur. Unnið að rafvæðingu borgarinnar. Ónafngreindur karlmaður við vinnu. Mögulega erlendur sérfræðingur sem kom til landsins til að aðstoða við uppsetningu dreifikerfisins.
1925-1933, Pólarnir (Suðurpóll / Suðurpólarnir) syðst við Laufásveg í Reykjavík, timburhúsaþyrping í suðvesturhlíð Öskjuhlíðar. Húsin voru kölluð: Stóripóll, Neðripóll, Efripóll og Kálfakot. Timburhúsið fyrir miðju er Kálfakot, síðar Vatnsmýrarvegur 30. Snúrustaur lengst til vinstri en lengst til hægri er einhvers konar skúrar með hænsnaneti, gætu verið fuglakofar, fyrir alifugla.
1975–1985, Aðalstræti í Reykjavík. Elín Pálmadóttir blaðamaður og faðir hennar Pálmi Hannes Jónsson skrifstofustjóri ganga eftir snævi þöktum gangstíg.
Apríl 1955, saumaklúbbur. Takan er merkt: Rúna, Rikka Sigga, Svanfríður og Unnur. Fjórar konur með handavinnu, útsaumur og prjónar. Í tökunni eru einnig myndir af konunum að spila á spil.