1. júní 1946, Reykjavíkurhöfn, Miðbakki. Bandaríska herflutningaskipið Ariel við bryggju. Brottflutningur Bandaríska hersins frá Íslandi eftir síðari heimsstyrjöld. Með skipinu fór einnig nokkuð af íslensku fólki, m.a. konur sem voru að flytja út með bandarískum eiginmönnum sínum eða unnustum.
Um 1928-1935, Reykjavíkurhöfn, Steinbryggjan. Á bryggjunni er Ford vörubíll með númerinu RE 446 og við hana lliggur lítill bátur, líklega nótabátur af stærra skipi. Menn við vinnu, sennilega verið að færa síldarnót úr bátnum og upp á vörubílspall.
17. maí 1940, Reykjavíkurhöfn. Fjöldi fólks á Ingólfsgarði þegar um 3700 manna setulið breska hersins leysti landgönguliðið, sem hernám landið 10. maí, af hólmi.
24. júní 2006, tveir starfsmenn þýskra banka fagna 2–0 sigri Þýskalands á Svíþjóð á HM á Austurvelli. Þau voru í hópi þýskra bankastjóra sem heimsóttu landið.