Um 1925-1935, tveir menn staddir niður við Ánanaust í Reykjavík. Til vinstri er Viktor Egilsen Árnason (1910-1955), með veiðistöng og nýveidda smáfiska í kippu.
28. febrúar 1959, minningarathöfn í Hafnarfjarðarkirkju um áhöfnina á torgaranum Júlí frá Hafnarfirði. Togarinn Júlí fórst 8. febrúar 1959 á Nýfundnalandsmiðum.
14. júlí 1954, hátíðleg athöfn í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Athöfn í garðinum við minnismerki um franska sjómenn sem farist hafa á Íslandsmiðum. Franski sendiherran Henri Voillery heldur ræðu. Ólafur Thors forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra voru viðstaddir athöfnina ásamt fleiri.
14. júlí 1954, hátíðleg athöfn í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Athöfn í garðinum við minnismerki um franska sjómenn sem farist hafa á Íslandsmiðum. Meðal viðstaddra voru franski sendiherrann Henri Voillery, Ólafur Thors forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra.
Um 1958-1965, takan er merkt Öndvegi trésmíðaverkstæði. Hér er sennilega átt við Öndvegi hf. húsgagnaverslun sem var til húsa að Laugavegi 133. Húsgögn, sófi, hægindastóll og stofuborð.
1967, fermingaveisla í Skíðaskálanum í Hveradölum. Fermingarbarnið Arnlín Þuríður Óladóttir á milli foreldra sinna. Hjónin Steinunn Þorsteinsdóttir og Óli Jón Ólason. Þau ráku Skíðaskálann í Hveradölum.